Lifandi miðlun menningar
Verkin tala

Brúarsmiðjan kemur víða við sögu...

Á vefnum má sjá dæmi um nokkur nýleg verkefni – smelltu hér til hliðar til að forvitnast um þau!

Verkin tala

byggir brýr

á milli menningar og ferðaþjónustu.

miðlar menningu

á lifandi, áhugaverðan og
vandaðan hátt.

veitir ráðgjöf

um menningarmiðlun og hágæðamenningarferðaþjónustu.

nýtir öflugt tengslanet

til að ná í bestu samstarfs-
aðilana hverju sinni.

Við brúarsporðinn – nýjustu færslur

Vistaskipti brúarsmiðs

  • 13/08/2018

Nú er komið að tímamótum í Brúarsmiðjunni eftir sex ár við fjölbreytt verkefni á sviði menningarmiðlunar. Brúarsmiðurinn er búinn að…

Viðskiptavinir hafa orðið

Fyrir undirbúning að ráðstefnunni Menningarlandið 2013 fékk verkefnisstjórn til liðs við sig Margréti Sveinbjörnsdóttur hjá Brúarsmiðjunni. Það var góður fengur því hún er bæði skipulögð og nákvæm. Undirbúningur og framkvæmd ráðstefnunnar, sem tókst með ágætum, hvíldi mest á hennar herðum. Það var ánægjulegt að kynnast Margréti og hennar faglegu vinnubrögðum.
Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Ég leitaði til Brúarsmiðjunnar vegna greinarskrifa í tímaritið Iceland – The Inside Story. Margrét skrifaði mjög skemmtilega og fróðlega grein sem fjallar um Laugarvatn sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn, undir yfirskriftinni Laugarvatn – full of surprises!
Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Iceland – The Inside Story
Okkur var bent á Margréti og Brúarsmiðjuna þegar við vorum að vinna við undirbúning á gestastofu okkar í gróðurhúsi í Friðheimum. Verkefnið var að útbúa sýningu þar sem stiklað er á sérkennum og sögu íslenkrar ylræktar. Margrét fékk til liðs við sig flottan hóp fagmanna sem kláruðu dæmið með henni á tilskildum tíma. Hún vann verkið faglega og skipulega og kom með margar góðar hugmyndir sem gerðu verkið enn betra. Við erum himinlifandi og fáum mjög jákvæð viðbrögð frá gestum okkar sem koma hingað og skoða sýninguna.
Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir garðyrkjubændur Friðheimum