Hannesarholt fagnaði 100 ára afmæli hússins að Grundarstíg 10 föstudaginn 4. desember með því að bjóða í afmæliskaffi hönnuðum og iðnaðarmönnum sem komu að endurbyggingu hússins og opna nýja undirsíðu á vef hússins um sögu endurbyggingarinnar. Brúarsmiðjan annaðist vefritstjórn undirsíðunnar, Kári Martinsson Regal í PORTI hönnun sá um vefhönnun og Helgi Jónsson í Proton forritaði vefinn.