Brúarsmiðjan þakkar samverkafólki og viðskiptavinum frjótt og gott samstarf á nýliðnu ári, óskar þeim öllum gleði, friðar og farsældar á nýju ári – og hlakkar til nýrra ævintýra!

Nokkrir af hápunktunum í verkefnum ársins 2015 voru sögusýning á nýju hóteli á Húsafelli, sögugöngur til heiðurs fyrstu fimm konunum sem kjörnar voru á Alþingi – og önnur sögusýning um konur sem ruddu brautina í Kópavogi. Þá spreytti brúarsmiðurinn sig á háskólakennslu, hvort tveggja við Háskóla Íslands og Listaháskólann. Margar góðar stundir fóru ennfremur í að ganga þvers og kruss um Mosfellsheiði í félagi við meðhöfunda að væntanlegri bók um gönguleiðir á heiðinni.

Ýmis áhugaverð verkefni eru á döfinni á nýju ári, flest þeirra í því fólgin að byggja brýr á milli menningar og ferðaþjónustu í víðum skilningi.