Nýr vefur safnaráðs er kominn í loftið. Hönnun og forritun á vefnum var í höndum Jóns Inga Stefánssonar og Brúarsmiðjan sá um ritstjórn texta. Brúarsmiðjan óskar safnaráði til hamingju með nýja vefinn – og þakkar fyrir einkar ánægjulegt samstarf!

Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.