Ferðamannafjósið í Efstadal

  • Efstidalur_7
  • Efstidalur_2
  • Efstidalur_3
  • Efstidalur_4
  • Efstidalur_5

Á bænum Efstadal II í Laugardal flétta bændur saman kúabúskap og ferðaþjónustu á hugvitssamlegan og skemmtilegan hátt. Þar er hægt að sitja og gæða sér á ís sem búinn er til úr mjólk úr kúnum á bænum, um leið og horft er á kýrnar í gegnum gluggann yfir í fjósið. Þar er einnig veitingastaður þar sem matur úr héraði, meðal annars kjöt og mjólkurvörur frá Efstadal, er meginuppistaðan.

Brúarsmiðjan og PORT hönnun hafa unnið sögusýningu um búsetu fjölskyldunnar þar á bæ frá því fyrir 1700, fræðslu um afurðirnar sem unnar eru úr mjólkinni úr Efstadalskúnum, heildarútlit og merkingar.

Meðfylgjandi myndir tók Edda V. Sigurðardóttir í PORTI þegar sýningin var sett upp, en hún á heiðurinn að útlitshönnuninni, ásamt Kára Martinssyni Regal.

Flokkur: