Sýning um ylrækt í Friðheimum

  • Friðheimar
  • IMG_0898
  • IMG_0901
  • IMG_0906
  • IMG_0907

Sýning um ylrækt í Friðheimum

Fyrsta sýningarverkefni Brúarsmiðjunnar var sýning um ylrækt á Íslandi, sem opnuð var í gróðrarstöðinni Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum 8. júní 2012. Þar er tekið á móti ferðamannahópum og tómataræktun og sérstaða íslenskrar ylræktar kynnt. Þar segir frá ylræktinni, jafnt í Friðheimum sem á landsvísu. Á tímalínu er stiklað á sögu ylræktarinnar síðustu öldina eða þar um bil, sýndar eru gamlar og nýjar myndir og nokkurra frumkvöðla í faginu er minnst. Sýningin er bæði á íslensku og ensku. Um hönnun sýningarinnar sáu þau Edda V. Sigurðardóttir og Kári Martinsson Regal hjá PORTI hönnun.

Flokkur: