Fyrstu fimm konurnar á þingi

  • Soguganga7
  • Soguganga2
  • Soguganga3
  • Soguganga4
  • Soguganga5

Fyrstu fimm konurnar sem kjörnar voru á Alþingi voru í aðalhlutverki í sögugöngu sem Brúarsmiðjan stóð fyrir ásamt Eyrúnu Ingadóttur sagnfræðingi. Fyrri gangan var 20. júní og sú seinni 6. júlí og mætti fjölmenni í bæði skiptin. Þá er lokið verkefninu sem Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna studdi – og kunnum við nefndinni bestu þakkir fyrir.

Ef frekari áhugi reynist vera fyrir hendi er möguleiki að efnt verði til aukagöngu. Það verður þó aðeins ef næg þátttaka fæst, og þá gegn vægu gjaldi. Áhugasamir geta sent línu á netfangið margret@bruarsmidjan.is og skráð nafn og netfang á lista.

Flokkur: