Ljósan á Bakkanum

  • 294901
  • P1180802
  • P1180803
  • P1180830

Ljósan á Bakkanum

Sýningin Ljósan á Bakkanum var opnuð í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka 24. maí 2013. Þar er fjallað um líf og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883 til 1926. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Brúarsmiðjunnar og Eyrúnar Ingadóttur sagnfræðings og höfundar bókarinnar Ljósmóðirin sem kom út á síðasta ári og fjallar um Þórdísi ljósmóður. Höfundur sýningarinnar er Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari og Edda V. Sigurðardóttir í PORTI hönnun hannaði textaspjöld. Styrktaraðilar eru Menningarráð Suðurlands og Safnaráð. Sýningin er opin alla daga kl. 11-18 og henni lýkur 15. september.

Flokkur: