Nýr vefur Reykjabúsins

Nýr vefur Reykjabúsins í Mosfellsbæ er kominn í loftið. Þar er að finna fjölda girnilegra kalkúnauppskrifta og eldunarleiðbeininga, auk allra helstu upplýsinga um starfsemi Reykjabúsins sem er elsta alifuglabú landsins. Á vefnum er einnig stiklað á sögu búsins og alifuglaræktar þar í máli og myndum.

Vefurinn er hannaður af PORTI hönnun, vefforritun annaðist Proton og Brúarsmiðjan sá um vefritstjórn.

Við óskum Kristínu og Jóni Magnúsi á Reykjum til hamingju með nýja vefinn og þökkum gott samstarf!

Flokkur: