Opin orgelsmiðja

  • IMG_4272
  • IMG_4254
  • IMG_4255
  • IMG_4256
  • IMG_4257

Fræðslusýning um orgelsmíðar var opnuð í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri 28. mars 2014. Þar segir í máli, myndum og munum frá starfsemi Orgelsmiðjunnar, sem nú hefur verið opnuð gestum og gangandi. Höfundur texta sýningarinnar er Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari í Brúarsmiðjunni og hönnun var í höndum þeirra Eddu V. Sigurðardóttur og Kára Martinssonar Regal, grafískra hönnuða í PORTI hönnun.

Samband sunnlenskra sveitarfélaga og Þróunarsjóður Landsbankans og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis styrktu gerð sýningarinnar.

Orgelsmiðjan er opin gestum kl. 10-18 virka daga og samkvæmt samkomulagi um helgar, gegn 750 kr. aðgangseyri.

Meðfylgjandi myndir tók Kári Martinsson Regal á öðrum degi sýningarinnar.

Flokkur: