Sögusýning á Hverfisgötu 21

  • Hverfisgata 21
  • Hverfisgata 21
  • Hverfisgata 21
  • Hverfisgata 21
  • Hverfisgata 21

Brúarsmiðjan og PORT hönnun settu upp sögusýningu á íbúðahótelinu Reykjavík Residence Hotel á Hverfisgötu 21, um sögu hússins í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni eru ljósmyndir, flestar fengnar að láni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Íslands, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og Félagi bókagerðarmanna, og með fylgja stuttir myndatextar  á íslensku og ensku.

Jón Magnússon, þá bæjarfógeti í Reykjavík og seinna forsætisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Íslands, og eiginkona hans, Þóra Jónsdóttir, létu byggja húsið árið 1912. Saga íslenskra bókagerðarmanna var samofin sögu hússins í röska sjö áratugi. Hið íslenska prentarafélag keypti húsið árið 1941 og hafði þar aðsetur allar götur síðan. Það varð síðan eitt af stofnfélögum Félags bókagerðarmanna árið 1980, sem hafði þar höfuðstöðvar sínar allt til haustsins 2012. Skáld og listamenn í Mjólkurfélagi heilagra voru um skeið heimagangar á Hverfisgötu 21 – og þar gistu Kristján X Danakonungur og Alexandrína drottning í Íslandsheimsókn sinni 1926.

Flokkur: