Verkefnisstjórn á Menningarlandinu 2013

  • Menningarlandið 2013
  • Menningarlandið 2013
  • Menningarlandið 2013
  • Menningarlandið 2013
  • Menningarlandið 2013

Brúarsmiðurinn var verkefnisstjóri ráðstefnunnar Menningarlandið 2013, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri dagana 11.-12. apríl 2013. Þátttakendur voru yfir 100 manns frá öllum landshlutum. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands í samstarfi við önnur menningarráð landsbyggðarinnar stóðu að ráðstefnunni. Megintilgangur hennar var að ræða framkvæmd og framtíð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis og sveitarfélaga við menningarráðin, sem stofnuð hafa verið um land allt á undanförnum árum í kjölfar menningarsamninganna.

Samningarnir, sem eru sjö talsins í jafnmörgum landshlutum, fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningarferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði. Menningarsamningarnir renna allir út á þessu ári og því var efnt til ráðstefnunnar til að meta reynsluna af þeim og gera áætlanir um framhaldið, m.a. með tilliti til sóknaráætlana landshluta.