„Þær ruddu brautina“
Sýningar
„Þær ruddu brautina“ er yfirskrift sýningar sem Brúarsmiðjan og PORT hönnun unnu að tilstuðlan afmælisnefndar Kópavogsbæjar í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna og 60 ára afmæli bæjarins. Sýningin var opnuð þann 6. maí 2015 í anddyri Salarins og stóð fram í ágúst. Þar var fjallað um konur sem hafa verið í fararbroddi á […]
Sögusýning á Hótel Húsafelli
Sýningar
Í salnum Mosa á neðri hæðinni á hinu nýja Hótel Húsafelli er sögusýning sem Brúarsmiðjan og PORT hönnun unnu um gestamóttöku þar á bæ, prestinn Snorra á Húsafelli, listamennina sem þar voru fastagestir á fyrri hluta síðustu aldar, handverkshefð Húsfellinga gegnum kynslóðirnar og listamanninn Pál á Húsafelli. Meðfylgjandi myndir tók Edda V. Sigurðardóttir í PORTI […]
Ferðamannafjósið í Efstadal
Sýningar
Á bænum Efstadal II í Laugardal flétta bændur saman kúabúskap og ferðaþjónustu á hugvitssamlegan og skemmtilegan hátt. Þar er hægt að sitja og gæða sér á ís sem búinn er til úr mjólk úr kúnum á bænum, um leið og horft er á kýrnar í gegnum gluggann yfir í fjósið. Þar er einnig veitingastaður þar […]
Opin orgelsmiðja
Sýningar
Fræðslusýning um orgelsmíðar var opnuð í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri 28. mars 2014. Þar segir í máli, myndum og munum frá starfsemi Orgelsmiðjunnar, sem nú hefur verið opnuð gestum og gangandi. Höfundur texta sýningarinnar er Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari í Brúarsmiðjunni og hönnun var í höndum þeirra Eddu V. Sigurðardóttur og Kára Martinssonar Regal, grafískra […]
Ljósan á Bakkanum
Sýningar
Ljósan á Bakkanum Sýningin Ljósan á Bakkanum var opnuð í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka 24. maí 2013. Þar er fjallað um líf og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883 til 1926. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Brúarsmiðjunnar og Eyrúnar Ingadóttur sagnfræðings og höfundar bókarinnar Ljósmóðirin sem kom út á síðasta ári og […]
Sögusýning á Hverfisgötu 21
Sýningar
Brúarsmiðjan og PORT hönnun settu upp sögusýningu á íbúðahótelinu Reykjavík Residence Hotel á Hverfisgötu 21, um sögu hússins í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni eru ljósmyndir, flestar fengnar að láni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Íslands, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og Félagi bókagerðarmanna, og með fylgja stuttir myndatextar á íslensku og ensku. Jón Magnússon, þá bæjarfógeti […]
Sýning um ylrækt í Friðheimum
Sýningar
Sýning um ylrækt í Friðheimum Fyrsta sýningarverkefni Brúarsmiðjunnar var sýning um ylrækt á Íslandi, sem opnuð var í gróðrarstöðinni Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum 8. júní 2012. Þar er tekið á móti ferðamannahópum og tómataræktun og sérstaða íslenskrar ylræktar kynnt. Þar segir frá ylræktinni, jafnt í Friðheimum sem á landsvísu. Á tímalínu er stiklað á […]