Í salnum Mosa á neðri hæðinni á hinu nýja Hótel Húsafelli er nýopnuð sögusýning sem Brúarsmiðjan og PORT hönnun unnu um gestamóttöku þar á bæ, prestinn Snorra á Húsafelli, listamennina sem þar voru fastagestir á fyrri hluta síðustu aldar, handverkshefð Húsfellinga gegnum kynslóðirnar og listamanninn Pál á Húsafelli.

Meðfylgjandi myndir tók Edda V. Sigurðardóttir í PORTI hönnun þegar sýningin var sett upp.

Bræðurnir Baldursson eiga heiðurinn að prentun og uppsetningu.