Brúarsmíði er fjölbreytt iðn og margslungin – og þjónustan því margvísleg:

Sýningar
Brúarsmiðjan tekur að sér að setja upp menningar- og sögusýningar.
Fræðslugöngur
Brúarsmiðjan tekur að sér að fjölbreyttar fræðslugöngur, sem sérsníða má fyrir hópa hverju sinni. Fyrstu verkefnin á þessu sviði eru göngur í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Verkefna- og viðburðastjórnun
Brúarsmiðjan tekur að sér verkefna- og viðburðastjórnun og byggir þar m.a. á reynslu brúarsmiðsins af því að stýra ýmsum verkefnum og viðburðum í fyrra starfi sínu hjá AP almannatengslum, auk uppbyggingar og reksturs Upplits, menningarklasa uppsveita Árnessýslu, allt frá stofnun klasans árið 2010.
Upplýsingaskilti
Brúarsmiðjan tekur að sér að vinna ýmiskonar upplýsinga- og fræðsluskilti.
Söfnun munnlegra heimilda
Brúarsmiðjan tekur að sér söfnun munnlegra heimilda, með því að taka viðtöl við fólk um tiltekin málefni.
Þáttagerð og greinaskrif
Brúarsmiðjan tekur að sér dagskrárgerð í útvarpi og byggir þar m.a. á reynslu af þáttagerð sem var hluti af meistaraverkefni brúarsmiðsins í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Margrét hefur margra ára reynslu af blaðamennsku og almannatengslum – og tekur að sér greinaskrif meðfram öðru.
Senda póst

Viltu vita meira? Vantar þig brúarsmið?

Sendu línu á margret@bruarsmidjan.is – eða sláðu á þráðinn: 863 7694

Senda póst

Viðskiptavinir hafa orðið

Þegar ákveðið var að endurnýja vefsíðu okkar og bækling var okkur bent á að hafa samband við Margréti í Brúarsmiðjunni til að hafa yfirumsjón með vinnunni. Við vorum mjög ánægð með samstarfið en það er bæði gaman og lærdómsríkt að vinna með Margréti þar sem hún er mjög skipulögð og hugmyndarík. Hún fékk svo til liðs við sig þau Eddu og Kára í Porti hönnun og ekki var hugmyndaauðgin síðri þar.
Eyrún Jónasdóttir Kálfholt hestaferðir
Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga 2013 í Húsinu var Ljósan á Bakkanum, sem fjallar um líf og störf Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka 1883–1926. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafnsins, Brúarsmiðjunnar og Eyrúnar Ingadóttur, höfundar bókarinnar Ljósmóðirin. Verkefni Margrétar var að stýra gerð sýningarinnar frá hugmyndavinnu til veruleika. Hún sá um alla þræði sýningargerðarinnar; samskipti við hönnuði, eigendur ljósmynda og muna, þýðanda og skiltagerðamenn, auk textaskrifa. Verkefnið gekk vel og úr varð áhugaverð sýning. Góðar viðtökur gesta urðu til þess að ákveðið var að framlengja sýninguna út sumarið 2014.
Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga
Flóahreppur fékk Margréti Sveinbjörnsdóttur hjá Brúarsmiðjunni í vinnu við gerð upplýsingaskiltis um Flóaáveituna við Flóðgáttina. Á skiltinu þurfti að koma fyrir mikilli sögu um stórfenglegt mannvirki í knöppum texta ásamt því að velja viðeigandi myndir. Öll hennar vinna einkenndist af góðu skipulagi og fagmennsku og eftir stendur skilti sem mikill sómi er að. Það var sérlega ánægulegt að vinna með Margréti.
Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri Flóahrepps
Fyrir undirbúning að ráðstefnunni Menningarlandið 2013 fékk verkefnisstjórn til liðs við sig Margréti Sveinbjörnsdóttur hjá Brúarsmiðjunni. Það var góður fengur því hún er bæði skipulögð og nákvæm. Undirbúningur og framkvæmd ráðstefnunnar, sem tókst með ágætum, hvíldi mest á hennar herðum. Það var ánægjulegt að kynnast Margréti og hennar faglegu vinnubrögðum.
Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Okkur var bent á Margréti og Brúarsmiðjuna þegar við vorum að vinna við undirbúning á gestastofu okkar í gróðurhúsi í Friðheimum. Verkefnið var að útbúa sýningu þar sem stiklað er á sérkennum og sögu íslenkrar ylræktar. Margrét fékk til liðs við sig flottan hóp fagmanna sem kláruðu dæmið með henni á tilskildum tíma. Hún vann verkið faglega og skipulega og kom með margar góðar hugmyndir sem gerðu verkið enn betra. Við erum himinlifandi og fáum mjög jákvæð viðbrögð frá gestum okkar sem koma hingað og skoða sýninguna.
Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir garðyrkjubændur Friðheimum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur átt gott samstarf við Margréti undanfarin ár. Hún hefur verið með tvær fimmtudagskvöldgöngur þar sem efnistökin voru samtímasaga Þingvallasveitar. Fjölmargir nutu leiðsagnar og hlaut hún lof fyrir. Einnig vann hún að hugmyndum og efnisöflun vegna upplýsingaskiltis við rafstöðina við Öxará og var með leiðsögn í gönguferð um sögu rafstöðvarinnar. Hún er mjög skipulögð og áhugasöm um þau verkefni sem hún hefur unnið í samstarfi við þjóðgarðinn og er verkefnum skilað tímanlega og með sóma.
Einar Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum
Ég leitaði til Brúarsmiðjunnar vegna greinarskrifa í tímaritið Iceland – The Inside Story. Margrét skrifaði mjög skemmtilega og fróðlega grein sem fjallar um Laugarvatn sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn, undir yfirskriftinni Laugarvatn – full of surprises!
Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Iceland – The Inside Story