Við brúarsporðinn

Brúarsmiðjan á Snjáldurskjóðu

Brúarsmiðjan er hvort tveggja í senn eilítið gamaldags og nokkuð nútímalegt fyrirtæki. Þess vegna er Brúarsmiðjan að sjálfsögðu á Facebook – þó að gamaldags samskipti augliti til auglits séu einnig stunduð af miklum móð. Á næstunni mun Brúarsmiðjan kynna sig á samfélagsmiðlinum sem sumir kalla Snjáldurskjóðu, aðrir Snjáldurskinnu, enn aðrir Fésbók – nú eða þá bara upp á útlensku: Facebook…

Brúarsmiðjan á Facebook

Höfundur: |11/09/2012

Ganga að Brúsastaðarafstöð

Um tuttugu manns á öllum aldri gengu í fylgd með menningarmiðlaranum Margréti Sveinbjörnsdóttur á slóðir Brúsastaðarafstöðvar í Þingvallasveit laugardaginn 1. september sl. Gangan var samstarfsverkefni Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Upplits og Brúarsmiðjunnar og styrkt af Menningarráði Suðurlands og Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Gengið var upp með Öxará að rafstöðinni, sem Jón Guðmundsson bóndi á Brúsastöðum byggði árið 1932 í þeim tilgangi að raflýsa Hótel Valhöll, en Jón var jafnframt eigandi Valhallar á þessum tíma. Þar hafði þá verið lítil díselrafstöð í nokkur ár en hún dugði ekki til. Enn má sjá ummerki um virkjunina; stíflu og stöðvarhús, en Brúsastaðarafstöð var ein af stærri einkarafstöðvum landsins á sinni tíð. Hún var lögð af árið 1946.

Í tengslum við gönguna var sett upp lítið upplýsingaskilti utan á gamla stöðvarhúsið með upplýsingum um virkjunina.

Höfundur: |11/09/2012